Minningarmót um látna félaga
Innsent efni.
Síðastliðinn laugardag fór fram minningarmót um látna félaga hjá Blakklúbbunum hér í Siglufirði, Hyrnan og Súlur.
Að venju var mæting góð á mótinu og sumir komu langt að til að taka þátt. Dregið var í lið fyrir hverja umferð og spiluðu karlar og konur saman að venju í þessu móti. Veitt voru verðlaun fyrir stigahæðstu einstaklinganna í karla og kvennaflokki sem og fyrir tilþrifmótsins, jákvæðasti spilarinn og fýlupúka mótsins.
Baráttan var hörð um sigursætin en Dagný Finnsdóttir varð efst hjá dömunum og Þórarinni Hannessyni var dæmdur sigur í karlaflokki.
Tilþrif mótsins hlaut Dagný Finnsdóttir með ótrúlega fótafimi í annari umferð.
Jákvæðasti spilarinn var valin Aðalbjörg Þórðardóttir en brosið fer sjaldan af þessari dömu og er hún blakíþróttinni til sóma jafnt utan sem innan vallar.
Fýlupúkinn verður ekki nafngreindur því leikmaðurinn tók sig verulega á um miðbik mótsins og brosti að sem eftirlifði dags.
Blakklúbbarnir
á Siglufirði
Athugasemdir