Mjög gott skíðafæri á skíðasvæði Siglufjarðar.
sksiglo.is | Almennt | 18.04.2011 | 14:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 399 | Athugasemdir ( )
Fjöldi fólks var á skíðum í Skarðinu í gær. Gott skíðafæri var í Bungulyftu og voru yngstu krakkarnir þar að æfa fyrir Andresar Andar leika, sem fara fram á Akureyri 26. - 28. apríl.
Augljóst var að mikið af fólkinu var komið í páskafrí og naut dagsins í fjallinu. Miðað við veðurspá verður nægur snjór á skíðasvæðinu um páskana og ljóst að fjöldi fólks mun skella sér á skíði. Nokkrar myndir af svæðinu koma hér.Barnahorn
Æfing fyrir Andresar Andar leika
Göngubraut í skarðinu
Skíðaskálinn
Athugasemdir