MYNDASYRPA: Meet the locals!

MYNDASYRPA: Meet the locals! Við Rauðku. Það er bara svona venjulegt mánudagskvöld á Sigló, rólegheit eftir vel lukkaða þjóðlagahátíð. Hálfkallt og

Fréttir

MYNDASYRPA: Meet the locals!

Úti með hundinn
Úti með hundinn

Við Rauðku.

Það er bara svona venjulegt mánudagskvöld á Sigló, rólegheit eftir vel lukkaða þjóðlagahátíð.

Hálfkallt og hráslagalegt veður, en þá fara bæjarbúar bara úr sokkunum og bregða sér í strandblakskeppni. Það er svo afstætt hvað fólki finnst vera slæmt veður.

Engin túristi er sjáanlegur, jú hitti einn KR strák sem einhvergir túristar gleymdu hér fyrr um daginn. Annars bara The Locals að skemmta sjálfum sér.

Svaka taktar hjá Gulla Stebba og liðsfélaga

Hvítur á leik

Týndi KR-ingurinn, en hann er vel merktur og hlýðir nafninu Friðrik Kári

Sólveig Sara á bleikum sokkum

Þessir tveir voru að æfa kúluvarp með bolta og dúndra honum í Listavegginn hans Jóns Steinars

Hrólfur og "hún Ólof mín" hún er að ylja sér á mér, sagði þessi stóra fyrirmynd annara karlmanna

Fjórar flottar dömur að ræða málin á milli leikja

Áhorfendur taka með sér eigin sólstóla á ströndina

Myndir og texti:

NB



Athugasemdir

15.september 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst