Myndband með gömlum myndum
sksiglo.is | Almennt | 14.09.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 770 | Athugasemdir ( )
Hér kemur myndband með gömlum myndum úr Ljósmyndasafninu.
Við byrjuðum á að taka myndir úr flokknum "Andlit" í flettiglugga
Ljósmyndasafnsins. Það er að sjálfsögðu bara örlítið brot af myndum í þessu myndbandi sem eru í þessum flokki. Ef ykkur
finnst myndirnar fara of hratt yfir þá væri gott að fá að vita það í athugasemdarkerfinu.
Ef þið þekkið einhvern í myndbandinu geti þið stoppað
myndbandið og tekið númerið sem er fyrir ofan myndirnar. Númerið geti þið slegið inn í "leit" í Ljósmyndasafninu og hugsanlega er
meira af myndum af persónunum á myndunum nálægt númerinu við myndirnar.
Lögin sem hljóma undir eru "Háseta vantar á bát" með Ragga Bjarna og
"Heimkoman" með Vilhjálmi Vilhjálmssyni.
Og af því ég hef fengið fyrirspurn um það af hverju myndböndin sem
við höfum sett inn á vefinn væru svona lítil, þ.e.a.s. af hverju fylla þau ekki út í skjáinn þá kem ég með
útskýringu fyrir þá sem vilja.
Ef þið setjið bendilinn yfir myndbandið þá er hnappur sem birtist þar
neðst hægra megin í horninu sem er eins og kassi. Hægra megin við hnapp merktan "youtube" . Ef þið smellið á þann hnapp kemur myndbandið
stærra upp á skjáinn. Til þess að minnka myndbandið aftur er ýtt á "escape" takkann. Yfirleitt eða alltaf er sá takki merktur "esc" og er
efst til vinstri á lyklaborðinu.
En vonandi lýst ykkur vel á þetta og hafið gaman af og ætlunin er að
gera meira af þessu ef vel tekst til með þetta.
Athugasemdir