Myndir frá Sveini Ţorsteins. Ţorrablót á Skálarhlíđ
sksiglo.is | Almennt | 03.02.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 586 | Athugasemdir ( )
Sveinn Þorsteinsson sendi okkur myndir frá Þorrablóti sem var haldið á Skálarhlíð fyrir stuttu síðan.
Það er greinilegt að þetta hefur verið heljarinnar veisla og menn og konur skemmt sér konunglega.
Sveinn og Hjálmar slógu á létta strengi og sýndu skemmtileikrit um gamlan landabruggara, síldarspegúlant og anda í flösku.
Eitthvað kemur vínandi við sögu í leikritinu og jafnvel einhverjar flöskur.
Eftir leikrit og mat spilaði Hjálmar á harmonikku og svo var að sjálfsögðu sungið með.
Flottar myndir hjá Svenna og gaman að skoða.
Anton Jóhannsson, Sigurður Benediktsson og Jónas
Björnsson.
Hér bregða Sveinn og Hjálmar á leik.
Steingrímur Kristinsson, Guðný Ósk
Friðriksdóttir og Berta Jóhannsdóttir
Valur Johansen
Hjálmar Jónsson með harmonikkuna góðu.
Sveinn Þorsteinsson.Svo er meira af myndum frá þorrablótinu á síðunni hans Steingríms sem og stutt myndband af þorrasöng
þeirra Sveins og Hjálmars.
Slóðin á síðuna hjá Steingrími er hér : www.sk21.is




Athugasemdir