Næstum því eins og í gamla dag, nóg af snjó

Næstum því eins og í gamla dag, nóg af snjó Þegar ég vaknaði í morgun klukkan 07:38 leið mér eins og ég væri orðinn tíu ára aftur. Það var fullt af

Fréttir

Næstum því eins og í gamla dag, nóg af snjó

Þegar ég vaknaði í morgun klukkan 07:38 leið mér eins og ég væri orðinn tíu ára aftur.
 
Það var fullt af flottum snjó kominn til Sigló og að sjálfsögðu þurfti ég að drífa mig út og taka nokkrar myndir.
 
Ég fór rúntinn og að sjálfsögðu voru allir smábílar bæjarins komnir á rúntinn til þess að tékka hvort þeir kæmust örugglega ekki allar götur bæjarins. 
 
Starfsmenn hjá Vélaleigunni B.Á.S voru byrjaðir að moka göturnar. Ég hitti Simma Helga sem var janf ánægður með snjóinn og ég og við ræddum það um stund hvað þetta væri dásamlegt allt saman.
 
Árni Heiðar hjá Siglóvélum var líka komin af stað og byrjaður að moka.
 
Svo hitti ég Heimir og Ingunni kokka á Hannes Boy og Rauðku þar sem þau voru að moka sig út úr húsinu sínu.
 
Næst hitti ég Helga Magg sem hafði aldrei séð svona mikinn snjó áður í innkeyrslunni hjá sér og Beggi var byrjaður að troða götuna hjá sér á Willysnum.
 
Svo voru Maggi Jónasar og Hrönn Fanndal í göngutúr með hundinn.
 
Því næst keyrði ég niður Aðalgötuna þar sem Toyota Yaris bifreið á 13 tommu dekkjum sat alveg pikk fastur. Ég ætlaði nú að sýna þessari myndarstúlku sem var á þessum Yaris hvernig ætti að keyra í snjó og draga hana upp. Þannig að ég keyrði framhjá Yarisnum og pikkfesti mig líka.
Þá var ekkert annað að gera en að bíða eftir að Áki Vals og Biggi Ingimars kæmu til að draga mig upp samhliða því að þeir voru að fara með þvott í Fatahreinsunina.
Við stúlkan á Yarisnum biðum svo saman eftir því að Rúnar Matt og Halli Matt kæmu til að draga Yarisinn upp.
Þegar Rúnar kom hjálpaði ég honum að sjálfsögðu að hnýta í Yarisinn og svo í bílinn hjá Halla Matt. "Settu bara pelastikkið á þetta svo það verði ekki eitthvað helvítsi bras að taka spottann af " kallaði Rúnar á eftir mér þegar ég var að hnýta aftan í bílinn hjá Halla.
Ég hef líklega eitthvað klikkað (eiginlega klikkaði pelastikk hnúturinn alveg) á þessu því hnúturinn rann saman og festist á króknum á bílnum hjá Halla Matt.
Það sem Rúnar var ánægður með mig, hann hreinlega ljómaði allur yfir kunnáttu minni í hnútasmíð.
Og svo varð hann ennþá ánægðari þegar ég sagði honum að ég hefði aldrei verið á sjó.
Svo fylgdist ég spenntur með þegar Rúnar losaði rembi-pelastikk-hnútinn að þvílíkri innlifun og ánægju að annað eins hefur ekki sést og gullhamrarnir um hnúta-kunnáttu mína hljómaði eins og að englakór væri að syngja yfir mér.
Svo varð þetta bara ennþá skemmtilegra þegar Halli kallaði á okkur að hann væri að flýta sér.
 
 
Rosalega er gaman að fá svona mikinn snjó, ég veit að líklega eru ekki allir sammála mér en hugsanlega einhverjir.
 
snjórAlveg hreint ljómandi gott í þessu.
 
snjórÁ Aðalgötunni.
 
snjór
 
snjór
 
snjórMaggi Jónasar og Hrönn Fanndal
 
snjórSimmi Helga var byrjaður að moka eldsnemma í morgun.
 
snjór
 
snjórIngunn og Heimir hæst ánægð með snjóinn.
 
snjórHelgi Magg að verða búin að moka bílinn upp.
 
snjórBeggi á Willys snjótroðaranum.
 
snjórYarisinn og Halli Matt.
 
snjórRúnar Matt að losa Pelastikk rembihnútinn minn.
 
snjórÁrni Heiðar hjá Siglóvélum byrjaði að moka eldsnemma.
 

Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst