Nefnd síldarævintýris leggur lokahönd á dagskrána
Síldarævintýrisnefndin vinnur nú að því að leggja lokadrög af dagskránni sem verður að vanda hin veglegasta.
Í tilkynningu frá nefndinni segir „nú er verið að ljúka við að setja saman dagskrá hátíðarinnar - og því biðjum við alla þá aðila, sem einhverja viðburði hafa á dagskrá, að senda okkur upplýsingar á netfangið siglosild@gmail.com
Minnum á að allir viðburðir á Siglufirði dagana 25. júlí - 4. ágúst hafa aðgang að dagskrá hátíðarinnar. Hátíðin sjálf sér um kostnað við hönnun og prentun, og er þetta því góð, ókeypis auglýsing fyrir þá sem vilja nýta sér það. Ef allir leggjast á eitt er hægt að gera dagskrána enn fjölbreyttari og skemmtilegri“!
Athugasemdir