Atvinnuljósmyndarinn Jan Kåre Ness.

Atvinnuljósmyndarinn Jan Kåre Ness. Þeir eru sífellt fleiri erlendu fuglaskoðararnir, sem Siglufjörð og nágrenni heimsækja. Nú um síðustu helgi dvaldi

Fréttir

Atvinnuljósmyndarinn Jan Kåre Ness.

Jan Kåre Ness.
Jan Kåre Ness.

Þeir eru sífellt fleiri erlendu fuglaskoðararnir, sem Siglufjörð og nágrenni heimsækja. Nú um síðustu helgi dvaldi hér norðmaður, mjög vel "vopnum búinn" til fuglaveiða. Þetta var atvinnuljósmyndarinn Jan Kåre Ness. 

Vopn hans voru auðvitað ekki drápstæki, heldur ljósmyndavélar og búnaður til myndatöku. Áætla má að búnaður hans, utan bifreiðar hans, sé að verðmæti 8-10 miljónir.

Dýrasta tegund Canon EOS vélar sem flaggskip, með 600mm linsu, auk stækkunarmöguleika upp í 1200mm. Þar að auki ótal aukalinsur og myndavélar, og sterkir sjónaukar til fuglaskoðunar.


þegar undirritaður náði tali af honum, tjáði hann mér að hann hefði hitt sannkallaða fuglaparadís þegar til Siglufjarðar var komið, enda hafði hann tekið nokkur hundruð fuglamynda þegar ég kom til hans seinnipart síðastliðins  sunnudags.

Nokkrar þeirra sýndi hann mér á skjánum, myndir sem vöktu hjá mér öfund, á marga vísu.

Héðan fór hann til Dalvíkur, en hann átti pantað far með Grímseyjaferjunni til Grímseyjar daginn eftir. þar ætlaði hann að halda áfram á fuglaveiðar. 


það þarf svo vart að segja frá því að hann tók einnig mjög mikið af staðháttamyndum og myndir af fólki sem á vegi hans varð. 

Jan Kåre heldur úti öflugum vef. Hér er tengill til hluta síðunnar.

Fuglasíðu hans http://www.naturamedia.no/fuglearkiv.htm 

Texti og mynd: SK  




Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst