Hvernig á að taka norðurljósamyndir?
Hvern langar ekki til að geta tekið myndir af norðurljósunum? Jú örugglega langar einhvern akkúrat
ekkert til að taka myndir af norðurljósunum. En þeim sem langar til að læra það geta þeir mætt á Kaffi Rauðku í kvöld
klukkan 17:00 og lært alveg heilan helling um norðurljósamyndatöku.
Fimmtudaginn 7. nóvember frá kl. 17.00 - 19.00 mun Gísli Kristinsson koma og kenna þeim
sem áhuga hafa á allt sem varðar norðurljósamyndatökur.
Gísli er feikna flinkur ljósmyndari og hafsjór af fróðleik þegar kemur að tækni
og stillingum við ljósmyndum.
Við verðum í Kaffi Rauðku klukkan 17:00-19:00. Frítt inn og allir velkomnir.
Allir velkomnir og frítt inn.
Hér eru nokkrar myndir sem ég hef reynt að taka af norðurljósunum í gegn um tíðina og eru vafalaust ekki góðar en þetta er mjög
skemmtilegt áhugamál þó svo að myndirnar séu ekki alltaf fullkomnar hjá manni.
Myndir. Hrólfur B.
Athugasemdir