Norrænn ráðherrafundur um almannaöryggi
sksiglo.is | Almennt | 21.11.2012 | 06:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 154 | Athugasemdir ( )
Norrænn ráðherrafundur um almannaöryggi verður haldinn í Reykjavík næstkomandi fimmtudag, 22. nóvember, í boði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra.
Auk innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra sitja fundinn innanríkisráðherra Finnlands, ráðuneytisstjóri norska dóms- og almannaöryggisráðuneytisins og ráðuneytisstjóri sænska varnarmálaráðuneytisins auk sérfræðinga landanna á þessum sviðum.
Á ráðherrafundinum verður rætt um norrænt samstarf á sviði almannaöryggis á grundvelli HAGA yfirlýsingarinnar sem fjallar um almannaöryggi svo og um netöryggi. Jafnframt munu ráðherrarnir ræða skýrslu 22. júlí nefndarinnar í Noregi um viðbrögð við voðaverkunum í Osló í fyrrasumar.
Fundurinn verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu og mun standa kl. 8.30 til 11.40 og í lokin verður fjölmiðlum gefinn kostur á að ræða við fulltrúa landanna.
Auk innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra sitja fundinn innanríkisráðherra Finnlands, ráðuneytisstjóri norska dóms- og almannaöryggisráðuneytisins og ráðuneytisstjóri sænska varnarmálaráðuneytisins auk sérfræðinga landanna á þessum sviðum.
Á ráðherrafundinum verður rætt um norrænt samstarf á sviði almannaöryggis á grundvelli HAGA yfirlýsingarinnar sem fjallar um almannaöryggi svo og um netöryggi. Jafnframt munu ráðherrarnir ræða skýrslu 22. júlí nefndarinnar í Noregi um viðbrögð við voðaverkunum í Osló í fyrrasumar.
Fundurinn verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu og mun standa kl. 8.30 til 11.40 og í lokin verður fjölmiðlum gefinn kostur á að ræða við fulltrúa landanna.
Athugasemdir