Notaleg stund í Gránu

Notaleg stund í Gránu Í gærkvöldi fór fram húslestur í Gránu, verksmiðjuhúsi Síldarminjasafnsins. Kveikt var á kertaljósum víðsvegar um húsið og

Fréttir

Notaleg stund í Gránu

Gestir
Gestir
Í gærkvöldi fór fram húslestur í Gránu, verksmiðjuhúsi Síldarminjasafnsins. Kveikt var á kertaljósum víðsvegar um húsið og myndaðist notaleg og afslappandi stemning.

Starfsmenn Síldarminjasafnsins sáu að mestu leyti um upplestur, en Páll Helgason las einnig frumsamin ljóð úr ljóðakveri sínu Frá getnaði til grafar.
 
Anita Elefsen las úr bók Viðars Hreinssonar, Bjarni Þorsteinsson – eldhugi við ysta haf. Halldóra Freyja Pétursdóttir og Hildur Örlygsdóttir lásu úr bók Örlygs Kristfinnssonar Saga úr síldarfirði. Sjálfur las Örlygur úr óprentuðu handriti sínu kafla um „Svörtu Maríu“. Síðastur á svið var Páll Helgason, en hann las eigin ljóð við góðar undirtektir nærstaddra. Um 40 manns sóttu húslesturinn.



Gestir



Anita Elefsen



Halldóra Freyja Pétursdóttir



Hildur Örlygsdóttir



Örlygur Kristfinnsson



Páll Helgason



Halldóra, Guðný, og Hildur



Gestir



Gestir

Texti: Anita Elefsen
Myndir: GJS




Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst