Ný flotbryggja vígð á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 21.09.2012 | 12:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 767 | Athugasemdir ( )
Við fjölgun dagróðrarbáta frá Siglufirði er oft lítið um viðlegupláss en
til að mæta aukinni þörf var samið um kaup á nýjum flotbryggjum í Innri
höfnina.
Einingar eru steinsteyptar, framleiddar á vegum Króla ehf hjá Loftorku í Borgarnesi eftir samningi við SF Marina AB í Svíþjóð.
Einn fyrsti viðskiptavikur Króla ehf var Siglufjarðarhöfn sem keypti flotbryggjur og fingur sem eru í fullri notkun og nær óbreytt þrátt fyrir mikla notkun í 23 ár.
Bryggjurnar sem settar voru upp 19. september s.l. eru talsvert stærri en þær "gömlu" og enn eru Siglifirðingar (Fjallabyggð) í fararbroddi með kaupum á steinsteyptum 12 metra fingrum við nýju bryggjurna en fingurnir auka viðlegurými til muna einkum fyrir stóra yfirbyggða báta. Bryggjan er 20 metra löng og tekur 8 báta.












Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri í Fjallabyggð og Kristján Óli Hjaltason eigandi Króla ehf í Garðabæ að handsala flotbryggjuna
Texti og myndir: GJS
Einingar eru steinsteyptar, framleiddar á vegum Króla ehf hjá Loftorku í Borgarnesi eftir samningi við SF Marina AB í Svíþjóð.
Einn fyrsti viðskiptavikur Króla ehf var Siglufjarðarhöfn sem keypti flotbryggjur og fingur sem eru í fullri notkun og nær óbreytt þrátt fyrir mikla notkun í 23 ár.
Bryggjurnar sem settar voru upp 19. september s.l. eru talsvert stærri en þær "gömlu" og enn eru Siglifirðingar (Fjallabyggð) í fararbroddi með kaupum á steinsteyptum 12 metra fingrum við nýju bryggjurna en fingurnir auka viðlegurými til muna einkum fyrir stóra yfirbyggða báta. Bryggjan er 20 metra löng og tekur 8 báta.
Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri í Fjallabyggð og Kristján Óli Hjaltason eigandi Króla ehf í Garðabæ að handsala flotbryggjuna
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir