Opið bréf til bæjaryfirvalda

Opið bréf til bæjaryfirvalda Vangaveltur og ósk um svör Ég rak augun í útboð á jarðvegsvinnu vegna stækkunar Grunnskólans á Siglufirði og langar

Fréttir

Opið bréf til bæjaryfirvalda

Innsend grein.

Vangaveltur og ósk um svör

Ég rak augun í útboð á jarðvegsvinnu vegna stækkunar Grunnskólans á Siglufirði og langar undirrituðum að kasta fram nokkrum spurningum til bæjaryfirvalda vegna þessara framkvæmda.

• Vita bæjarfulltrúar að deiliskipulagið er enþá til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála 24.10.2013?

• Hefur bæjarfulltrúum verið kynntur sá aukakostnaður við bygginguna sem er þegar kominn fram?(langar að vita það í ljósi sparnaðar hjá bæjarfélaginu) og hver er sú upphæð?

• Í ljósi útboðs væri ekki skynsamlegast að byrja á bílastæðum samkvæmt fyrirhuguðu deiliskipulagi , þar sem byrjað verður að taka þau bílastæði sem fyrir eru burt. Má ekki telja að mikil slysahætta skapist ef engin bílastæði verða við skólann? En taka má fram að setja þurfti bílastæði inn í fyrirhugað skipulag þar sem að það gleymdist.

• Af hverju er ekki  forgangsatriði að klára rútustoppistöð samkvæmt fyrirhuguðu skipulagi, en rútan stoppar  út á miðri götu sem skapar mikla slysahættu að mínu mati.

• Eigum við ekki að setja öryggi skólabarna fram yfir skólabyggingu?

• Ætla menn virkilega að byggja ofan í Eyrargötu 3?

• Að lokum vona ég að það sé búið að fara það vel yfir teikningar og skipulag skólans að innanverðu að ekki þurfi að koma til tugmilljóna auka kostnaður. Þannig að það komi ekki til niðurskurðar í aðrar framkvæmdir hjá bænum. Virðingarfyllst.

Þórir Stefánsson Eyrargötu 7, 580 Siglufirði.


Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst