Opinn Zumba-tími í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Fimmtudaginn 28. feb. kl. 20.00 er öllum áhugasömum Zumbadönsurum boðið að dansa með Ásdísi Sigurðardóttir.
Í Alþýðuhúsinu er 6 metra langur speglaveggur sem frábært er að dansa við.
Þáttakendum er ráðlagt að mæta klædd fyrir dansinn þar sem ekki er búningsaðstaða í húsinu né sturtur.
Ekkert aldurstakmark, og konur takið karlana endilega með.
Gleðjumst saman, allir geta dansað á sinn máta.
Allar nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091
Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar styrkja Alþýðuhúsið.
Athugasemdir