Opinn kynningarfundur Rauðku
Á fundinum var m.a. farið yfir framtíðaráform Rauðku ehf, fjallað um möguleika á millilandaflugi til Akureyrar og markaðssókn í þeim málum, Sigurður Valur bæjarstjóri ræddi um tækifæri Fjallabyggðar í náinni framtíð og Brynjólfur Bjarnason stjórnarformaður Genis hf fjallaði um tengingu atvinnulífs og ferðamennsku. Að lokum hélt Róbert Guðfinnsson tölu undir yfirskriftinni Að framkvæma í efnahagslægð.
Í henni lagði hann sérstaka áherslu á að hlutirnir þyrftu að ganga hratt fyrir sig hjá okkur á landsbyggðinni við þá uppbyggingu sem á sér stað núna víða um land áður en höfuðborgarsvæðið nær aftur vopnum sínum og fer að soga að sér allt fjármagn og mannauð. Beindi hann þessum orðum sínum sérstaklega til bæjarstjórnar.
Það er ljóst að áform Rauðkumanna eru stórglæsileg. Til dæmis áform þeirra um að byggja upp nýjan golfvöll í Hólsdal, uppbyggingu á skíðasvæði í Skarðsdal, nýtt Hótel á Sunnulóð, standsetning stóreldhúss sem nú stendur yfir í Græna húsinu og svo mætti áfram telja.
Þá eru ótalin málefni lyfjaþróunarfyrirtækisins Genis hf, sem Rauðka tengist. Á fundinum voru tilkynnt áform fyrirtækisins um að setja upp verksmiðju á Siglufirði til framleiðslu á afurðum sínum. Framtíðarstarfsemi félagsins mun verða í því húsnæði við smábátahöfnina þar sem bátasmiðjan Siglufjarðar Seigur er nú til húsa og stefnt er að því að starfsmenn þar verði 10 talsins til að byrja með.
Fynnur Yngvi fjallaði um hvernig hefði tekist til og hvað væri framundan hjá Rauðku
María Jóhannsdóttir, Markaðsstjóri Ísavía. Tenging Norðurlands inn í alþjóðlegt flug.
Ásbjörn Björgvinsson frá Markaðsskrifstofu Norðurlands fjallaði um mikilvægi þess fyrir ferðamennsku á Norðurlandi að koma á reglulegu millilandaflugi til Akureyrar.
Eyfirska efnahagssvæðið - Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvstj. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
Fjallabyggð og tækifæri til framtíðar - Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri Fjallabyggðar.
Að tengja saman atvinnulífið og ferðamennsku - Brynjólfur Bjarnason stjórnarformaður Genis hf.
Að framkvæma í efnahagslægð - Róbert Guðfinnsson stjórnarformaður Rauðku ehf.
Fundarstjóri: Valtýr Sigurðsson.
Það var þéttsetinn salurinn og áhugi fundarmanna var mikill
Erla Helga, Finnur Yngvi, Sigríður María og Jóna Guðný.
Róbert Guðfinnsson með afastrákinn Róbert Orra.
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir