Opna Aðalbakarísmótið í golfi.
sksiglo.is | Almennt | 28.07.2011 | 08:35 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 210 | Athugasemdir ( )
Opna Aðalbakarísmótið verður haldið á Hólsvelli laugardaginn 30. júlí og hefst kl. 9. Spilaðar verða 18 holur og ræst af öllum teigum. Mótsgjald er aðeins 3000 kr.
Veitingar eru innifaldar að móti loknu. Keppt er í kvenna- og karlaflokki og nándarverðlaun á par 3 holum. Dregið verður úr skorkortum. Vinsældir verslunarmannahelgarmótsins hafa stöðugt aukist og búist er við 50-60 keppendum í ár.
Texti og myndir: Aðsent.
Athugasemdir