Örlygur Kristfinsson hlýtur Landstólpann 2012

Örlygur Kristfinsson hlýtur Landstólpann 2012 Síðastliðinn föstudag, 1. júní, tók Örlygur Kristfinnsson safnstjóri Síldarminja- safnsins á móti

Fréttir

Örlygur Kristfinsson hlýtur Landstólpann 2012

Örlygur tekur á móti Landstólpanum
Örlygur tekur á móti Landstólpanum
Síðastliðinn föstudag, 1. júní, tók Örlygur Kristfinnsson safnstjóri Síldarminja- safnsins á móti samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, Landstólpanum.

Viðurkenningin er veitt þeim sem hafa vakið jákvæða athygli á landsbyggðinni með verkefni, starfsemi, umfjöllum á opinberum vettvangi eða með öðru móti.

Á skjali sem honum var afhent kom eftirfarandi fram; „Örlygur hefur með störfum sínum verið frumkvöðull í uppbyggingu á sviði menningar- ferðaþjónustu og safnastarfs á Siglufirði. Vegna áhuga hans og dugnaðar hefur ímynd staðarins breyst til hins betra og virkni og jákvæðni aukist í samfélaginu, sem meðal annars skilar sér í auknum ferðamannastraumi.“

Við móttöku Landstólpans flutti Örlygur ávarp þar sem hann hann sagði meðal annars „þótt mér hafi verið þakkað og ég sé heiðraður á þessari stundu þá á það að vera öllum ljóst að enginn einn gat unnið hið stóra verk. Það ber að þakka það hinum fjölmörgu sem lögðu á sig vinnu og ómæld framlög í þágu hugsýnarinnar sem hafði verið teiknuð upp.“

Sjá ávarp Örlygs – hér.

Frétt Byggðastofnunar: http://www.byggdastofnun.is/is/frettir/orlygur-kristfinnsson-hlytur-landstolpann-arid-2012.



Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst