Páskahappdrætti, endurreisn og dósasöfnun
Knattspyrnufélag KF hefur heldur betur fengið góða styrktaraðila í samstarf við sig í páskahappdrættinu 2013 en í aðalvinning er iPad. Sigló.is silaðist eftir Róberti Haralds og spurði hann spjörunum úr.
Eftir að tilkynningin barst Sigló.is, hafði fréttamaður hendur í andlitshári Róberts Haralds (þar sem lítið er eftir á skallnum) og dróg uppúr honum frekari upplýsingar. Gulrótin á endanum er að sjálfsögðu stórglæsilegur aðalvinningur, Apple iPad, að verðmæti.
Margt er í gangi hjá KF þessa dagana segir Robbi en á döfinni er páskamótið í boltanum sem haldið verður laugardaginn 30.mars næstkomandi en á mótinu verður einmitt dregið úr vinningum páskabingósins.
Á miðvikudaginn verður stofnfundur stuðningsmannafélagsins Kjarna sem nú á að endurreisa eftir að hafa legið í áralöngum dvala. Næstkomandi fimmtudag er síðan dósasöfnun hjá krökkunum sem dugleg eru að safna fyrir hinum ýmsu mótum sem þau sækja yfir sumarið.
En meira að páskabingóinu. Alls verða gefnir út eitt þúsund miðar og alls 20 vinningar í boði. Það eru því ágætis vinningslíkur eða einn á móti fimmtíu og er heildarverðmæti vinninga 344.000kr.
Vinningana má sjá hér að neðan:
1. Ipad-spjaldtölva 90.000.-
2. Gjafabréf - Ormsson 35.000.-
3. Gjafabréf – Veiðihorninu Akureyri 25.000.-
4. Gjafabréf - Halldór Ólafs Glerártorgi 15.000.-
5. Gjafabréf – Byko/Intersport 15.000.-
6. Hótel KEA-gisting fyrir tvo í eina nótt m/morgunmat 15.000.-
7. Icelandair-gisting fyrir tvo í eina nótt m/morgunmat 15.000.-
8. Sveinbjarnargerði- gisting fyrir tvo í eina nótt m/morgunmat 15.000.-
9. Ársmiði á heimaleiki KF í 1. deild 2013 15.000.-
10. Gjafabréf – Joe´s Akureyri 12.500.-
11. Gjafabréf – Joe´s Akureyri 12.500.-
12. Gjafabréf - Bautinn Akureyri 12.500.-
13. Gjafabréf - Bautinn Akureyri 12.500.-
14. KF-búningur (stuttbuxur og treyja) 12.000.-
15. Gjafabréf - Linda Steikhús 7.500.-
16. Gjafabréf - Linda Steikhús 7.500.-
17. Gjafabréf - Strikið 7.500.-
18. Gjafabréf - Strikið 7.500.-
19. Gjafabréf-Skautahöllinn 2x á skauta með búnað fyrir fjóra 6.000.-
20. Gjafabréf-Skautahöllinn 2x á skauta með búnað fyrir fjóra 6.000.-
Happdrættismiðinn er á 1.500kr. en hann má tryggja sér með því að senda tölvupóst á kf@kfbolti.is eða hafa samband við
Þorra í síma 660 4760 eða Róbert í síma 898 7093.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að taka þátt!
Athugasemdir