Páskaviðburðir og opnanir laugardags
Laugardagurinn um páskana er eini dagurinn sem ber ekkert sérstakt nafn, en þó fær hann að fljóta með hinum dögunum og er uppfullur af skemmtilegum viðburðum. Við skulum kalla hann Laugardaginn létta.
Eins og aðra daga veðrur boðið uppá barnagæslu í Skarðinu klukkan 12-14. Leikjabraut, giljabraut, pallar og hólar. Lifandi tónlist verður síðan við skíðaskálann klukkan 13 og fær hann því smá aukaviðburð í sárabætur fyrir að fá enga nafnbót.
Viðburðir dagsins:
Ljóðasetrið: Hallgrímu Helgason les ljóð eftir sjálfan sig klukkan 17:00.
Kaffi Rauðka: Tónleikapartí með Hreim og Made in Sveitin, miðaverð í forsölu 1.500kr (endar klukkan 18 á Kaffi Rauðku). Miðaverð við
hurð 2.000kr. Húsið opnað klukkan 21:30 tónleikapartíið hefst klukkan 22:00.
Allinn: Geirmundur hristir upp í fólkinu og spilar fyrir þá sem vilja dansa fram eftir nóttu. Húsið opnað klukkan 23:00.
Matsölustaðir opnir:
Kaffi Rauðka: 12-18
Hannes Boy: 18-22
Allinn: 11:30-22
Torgið: Opið frá klukkan 17:00
Nautnabelgur á Hótel Siglunesi: Hamingjustund klukkan 17, eldshús opnar klukkan 19
Billinn: 11-03
Bakaríið: opnar klukkan 9
Bensínstöðin: 10-20
Hreimur á Kaffi Rauðku
Geirmundur á Allanum
Athugasemdir