Pétur Jóhann á Allanum í kvöld

Pétur Jóhann á Allanum í kvöld Hinn eini sanni Pétur Jóhann Sigfússon ćtlar ađ skella sér á Siglufjörđ međ sýninguna sína "Pétur Jóhann óheflađur"

Fréttir

Pétur Jóhann á Allanum í kvöld

Hinn eini sanni Pétur Jóhann Sigfússon ætlar að skella sér á Siglufjörð með sýninguna sína "Pétur Jóhann óheflaður" laugardaginn 15. nóvember og skemmta á Allinn Sportbar.

Það er ekki á hverjum degi sem að þessi fáránlega fyndni og prýðisgóði piltur er með uppistand öllum opið og hvað þá á Siglufirði.

Pétur er eins og alþjóð veit gríðarlega skemmtilegur og eftirsóttur uppistandari. Og þar að auki hefur hann unnið marga og stóra sigra í kvikmyndum og sjónvarpi.

Sýningin PÉTUR JÓHANN ÓHEFLAÐUR er 2 klst uppistandssýning samin af Pétri sjálfum. Síðustu mánuði hefur hann flakkað um landið með þetta show og fyllt hvert húsið á fætur öðru. 

Forsala miða hefst Fimmtudaginn 6. nóv og verður á Allinn Sportbar.

2.900 í forsölu // 3.900 við hurð.

Húsið opnar kl 20:00. Skynsamlegt er að mæta snemma til að ná góðum sætum.

Taktu kvöldið frá og græjaðu frí í vinnunni fram að páskum. Harðsperrur í maga munu orsaka fjarveru þína.

PÉTUR JÓHANN - SIGLÓ - LAUGARD. 15. NÓV KL 21:00.



Athugasemdir

07.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst