Ráðstefna um áhrif Héðinsfjarðarganga

Ráðstefna um áhrif Héðinsfjarðarganga Margt var um manninn á ráðstefnunni sem Háskólinn á Akureyri hélt í Ráðhúsi Siglufjarðar síðastliðinn laugardag

Fréttir

Ráðstefna um áhrif Héðinsfjarðarganga

Þóroddur Bjarnason, verkefnisstjóri rannsóknar. Ljósmyndari; Finnur Yngvi Kristinsson
Þóroddur Bjarnason, verkefnisstjóri rannsóknar. Ljósmyndari; Finnur Yngvi Kristinsson

Margt var um manninn á ráðstefnunni sem Háskólinn á Akureyri hélt í Ráðhúsi Siglufjarðar síðastliðinn laugardag enda umræðuefnið Siglfirðingum mikilvægt.

 

Háskólinn á Akureyri hefur að undanförnu unnið að viðamikilli rannsókn á þeim áhrifum sem hugsanlega kunna að verða við opnun Héðinsfjarðargangna næstkomandi haust. Tilgangur verkefnisins, sem styrkt var af Vegagerðinni, var meðal annars að greina samgöngumynstur bæjarbúa og ferðamanna í Fjallabyggð á leið þeirra í og úr bænum. Í þessum tilgangi voru gerðar kannanir meðal vegfarenda við múlagöng annarsvegar og Ketilás hinsvegar.


Margar jákvæðar niðurstöður komu úr rannsókninni og má þar helst nefna þá umferð sem búast má við um göngin en reiknað er með að á meðaltali fari um göngin 450-600 bílar á dag. Til samandburðar má nefna að meðaltalsumferð árið 2007 var um 230 bílar á dag. Þar sem þessar tölur eru byggðar á reynslu Múlagangna annarsvegar og umferð um lágheiði hinsvegar má reikna með að þessi áætlun sé ekki fjarri lagi en fram kom á fundinum að hugsanlega væri hún helst til hógvær og mætti því búast við jafnvel enn meiri umferð um göngin.

Annað sem forsvarsmenn háskólans bentu hinsvegar á var meira uggandi. Aldurssamsetning í Fjallabyggð er á þann veginn að mjög lítið er um fólk á barnseignaraldri í bæjarfélaginu. Samfélagið er því að eldast og fækkar bæjarbúum samkvæmt því. Líklegt má þó telja að þessi þróun muni breytast við opnun gangnanna ef stjórn samfélagsins heldur rétt á spöðunum og höfðar til yngri kynslóðarinnar.


Athugasemdir

16.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst