Rækjuverksmiðjan hjá Ramma hf.
Ég fór niður í Ramma hf. og fékk að fara útsýnistúr um rækjuverksmiðjuna.
Það var tekið sérlega vel á móti mér af brosandi starfstúlkum sem flestar vildu ólmar láta taka myndir af sér, en þó
ekki allar. Því næst bauð Þórir Stefáns mér í kaffi og farið yfir það hverning fyrirkomulagið væri á meðan
skoðun stæði. Byrjað var á að útfylla pappíra um heimsókn mína og annað slíkt sem var allt gert eftir kúnstarinnar
reglum.
Því næst fór Þórir með mig inn í sloppageymslu (vona að þetta sé rétt hjá mér með sloppageymsluna) og fann
á mig hentugan galla, hárnet og skeggnet. Þaðan var haldið í móttökuna og þar fór annar galli utan yfir hinn gallann og annað
hárnet utan yfir fyrsta hárnetið. Það þarf víst ekki að taka það fram að hreinlætiskröfurnar eru mjög miklar og farið
eftir þeim algjörlega öllum, alltaf. Þegar líða tók á heimsóknina leið mér orðið eins og súpermódeli (sem er
nú alls ekki langt frá lagi miðað við vaxtarlag, útlit, hollingu og hárvöxt) sem væri stöðugt að skipta um föt,
stígvél og skó til þess að fara á sýningarpallana. En á myndunum sem fylgja þessari umfjöllun sést eitthvað af
vinnugöllunum sem ég fór í utan yfir aðal vinnugallann.
En við byrjum í móttökunni. Þar kemur rækjan inn í körum. Þá er settur yfir hana salt pækill sem þarf að liggja á
í tilsettan tíma. Þaðan fer hún upp í suðu (ég reyndi að ná einhverjum myndum af því en þar var komin
örlítil móða á linsuna þannig að líklega sést lítið af því. Því næst fer hún á
pillunarband sem flettir megninu af rækjuskelinni af. Því næst fer hún á alls konar færibönd og tölvustýrð verkfæri
(fjólubláa ljósið á myndunum) sem pikka sjálfkrafa úr þær rækjur sem henta ekki fyrir framleiðsluna. Þaðan fer
rækjan inn á færiband sem starfsfólkið klárar svo að pilla rækjurnar áður en þær halda áfram í frost. Úr
frostinu koma þær svo í pökkun. Þar er rækjan sett í poka og því næst í kassa. Þegar í kassana er komið er
þeim raðað á bretti og í frysti og svo er henni keyrt út á pall þegar næst er pantað.
Það þarf varla að taka það fram að þetta var vægast sagt mjög skemmtilegt að fá að skoða. Þegar ég vann í
rækjunni hérna í gamla daga, það eru líklega þeir dagar sem eldra fólkið í dag var upp á sitt allra bezta, var þessu
aðeins öðruvísi farið og reglurnar ekki eins stífar þó hreinlæti hafi alltaf verið fylgt eftir.
En það var gaman að sjá svona alvöru vinnslu í gangi og Þórir Stefáns var óþreytandi að sýna mér hvernig
þetta allt virkaði auk þess að ég held að hann hafi haft gaman af því að sjá mig klæða mig í alla þessa galla og setja
á mig skeggnet.
Við þökkum Ramma hf. kærlega fyrir að taka svona vel á móti okkur og sýna okkur alla vinnsluna.
Ég biðst afsökunar á því að vita ekki alveg hvað allt starfsfólkið heitir en þið megið endilega skrifa undir athugasemdakerfið
ef nöfn á einhverjum vantar á myndirnar.
Hulda
Margrét
Unnar
Björn
Dimitri og Kolla
Kiki
Valur Bjarna og Siggi Ómars
Elín Kjartans
Hildur
Bylgja
Dimitri
Gunnlaugur
Almar
Halli Matt og Þórir Stefáns
Athugasemdir