Rafmagnsmælarnir hans Adda Óla
sksiglo.is | Almennt | 15.01.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 807 | Athugasemdir ( )
Eins og Siglfirðingar vita flest allir þá var Arnar Ólafsson rafvirki að vinna hjá Rafveitum Siglufjarðar til fjölda ára og síðar
hjá Rarik. Arnar hætti að vinna fyrir 2 árum.
Þegar Arnar eða Addi Óla eins og hann er yfirleitt kallaður hérna á
Sigló var að vinna hjá þeim fékk hann að eiga gamla rafmagnsmæla sem hætt var að nota og átti að henda.
Addi sýndi mér mælana sem hann hefur safnaði í gegn um árin og
það var vægast sagt gaman að skoða þá og fá fræðsluna hjá Adda í sambandi við rafmagnsmælana, klukkurnar og allt
það sem því rafmagni og rafmagnsmælum fyrri ára viðkemur.
Einn merkilegasti mælirinn sem Addi sýndi mér var "krónumælirinn". En
vafalaust eru fáir svona mælar eftir í landinu í dag. Maður setti krónu eða krónur í mælinn og fékk skammtað rafmagn á
hann fyrir krónurnar sem maður setti í mælinn. Líklega er þessi mælir frá upphafi rafmagnsvæðingar á Siglufirði.
Það eru magnaðar heimildir sem Addi býr yfir og það væri nú
alls ekki vitlaust fyrir áhugasaman mann að setjast niður með Adda og skrifa niður söguna um rafmagnsmælana og vinnu við rafmagn fyrri ára.
Það er svo kannski spurning hvort það vanti ekki hreinlega bara safna-safn á
Siglufjörð. Það er fjöldi smásafna hingað og þangað um bæinn sem sárvantar framtíðarheimili sem gestir geta heimsótt og
skoðað.
Ef það eru einhverjir sem eru með safn sem þeir vilja sýna okkur þá væri vel þegið að fá að skoða og vera með smá umfjöllun um það hérna á siglo.is
Hér fyrir neðan eru myndir af rafmagnsmælunum og verkfærum sem voru notuð
hér áður fyrr.















Magnað safn hjá honum Adda og skemmtilegt að spjalla við hann um þetta. Addi er
hafsjór fróðleiks í sambandi við rafmagnið á Siglufirði og kann ótrúlegan fjölda af sögum sem þyrfti að skrá
niður.
Athugasemdir