Rauðka Siglufirði - starfsmannadagur í dag mánudaginn 19.ágúst

Rauðka Siglufirði - starfsmannadagur í dag mánudaginn 19.ágúst Kæru samstarfsaðilar, við þökkum samstarfið á sumrinu og hlökkum til áfarmhaldandi

Fréttir

Rauðka Siglufirði - starfsmannadagur í dag mánudaginn 19.ágúst

Kæru samstarfsaðilar, við þökkum samstarfið á sumrinu og hlökkum til áfarmhaldandi samstarfs í vetur og á komandi árum. Mikil og ánægjuleg aukning varð á heimsóknum hópa á vegum ferðaþjónustuaðila til Siglufjarðar í sumar og skynjuðum við almenna ánægju viðskiptavina okkar með þennan nýja áfangastað sem áður hafði verið rétt utan seilingar.

Mánudaginn 19.ágúst ætlum við hjá Rauðku ehf. að gera vel við starfsfólk okkar eftir sumarið og mun Kaffi Rauðka því eingöngu vera opin milli klukkan 11:30 og 14:00 þann dag en Hannes Boy verður að sömu ástæðu lokaður. Hefðbundin opnun verður aftur á þriðjudeginum: Kaffi Rauðka 11:30-20:00 og Hannes Boy 18.00-22:00.

Við bendum þeim sem eru á ferðinni eftir hádegi á mánudag á þá veitingaaðila sem á svæðinu eru en það eru veitingastaðurinn Torgið 467-2323 (opið á kvöldin), Aðalbakarí 467-1720 (opið á daginn) og Allinn sportbar 467-1111 (opið á daginn og kvöldin). Æskilegt er þó að hafa samband við þessa aðila með fyrirvara.

Þann 2.september munum við síðan laga okkur að haust- og vetrarumferðinni og aðlaga opnunartíma okkar í samræmi við það. Kaffi Rauðka verður þá opin alla daga frá klukkan 11:30 – 18:00 fram að næsta sumri. Hannes Boy verður opinn allar helgar föstudag og laugardag í september en eftir það og fram að næsta sumri verður hann eingöngu opinn fyrir fyrirframbókaða hópa af stærðinni 10 manns eða fleiri.

Við hjá Rauðku ehf. kappkostum við að svara kröfum viðskiptavina okkar sem allra best og eru fyrirframbókaðir hópar því velkomnir utan opnunartíma veitingastaða okkar allt árið um kring.

Aðrar upplýsingar:
- Veitingaþjónusta Rauðku nýtur sífellt aukinna vinsælda meðal norðlendinga og eru húsakynni okkar vel nýtt fyrir hópa. Rauðka ehf. vinnur nú að því að bæta enn betur aðstöðu sína til að taka við hópum í bláa húsinu.
- Undirbúningur hótels á Siglufirði gengur vel en landfylling hefur nú verið mótuð. Stefnt er á að taka fyrsta grunn nú í október eða nóvember. Glæsilegt hótelið mun síðan opna fyrir sumarið 2015.
- Golfvallamótun gengur samkvæmt áætlun ágætlega og er nú verið að sá í fyrstu brautirnar. Mun hann verða tilbúinn fyrir sumarið 2015.
- Skíðasvæðið í Skarðsdal fékk nýja skíðalyftu síðastliðinn vetur og stórbætti það alla aðstöðu í fjallinu. Verið er að undirbúa enn frekari framþróun skíðasvæðisins og stefnt er á að nýr og glæsilegur skíðaskáli líti þar dagsins ljós fyrir skíðaárið 2014-2015.


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst