Reiðskemma í Ólafsfirði
sksiglo.is | Almennt | 22.10.2012 | 18:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 480 | Athugasemdir ( )
Nú er verið að reisa reiðskemmu á félagssvæði Hestamannafélagsins Gnýfara í Ólafsfirði.
Í byrjun febrúar sl. hófst undirbúningsvinna vegna reiðskemmunnar og vonast er til að hægt verði að loka húsinu innan skamms.
Reiðskemman er 30 x 16 metrar að stærð og kemur til með að gjörbylta allri starfsemi Hestamannafélagsins til betri vegar. Mikill uppgangur er í hestamennskunni á svæðinu eftir að hestamenn fengu að snúa aftur í hesthúsahverfið sem stóð autt í fjögur ár en á þeim tíma stóðu yfir framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng.
Athugasemdir