Rjúpnaveiði í sumarbústaða- og íbúðabyggð
sksiglo.is | Almennt | 14.11.2010 | 19:08 | Síldarminjasafnið | Lestrar 943 | Athugasemdir ( )
Það spurðist í dag að lögreglan hefði stöðvað tvo menn á vélsleða sem skotið hefðu rjúpur við trjágarða austan fjarðar. Ekki var hægt að sanna beint verknaðinn að svo stöddu en merki um að tveir fuglar hafi verið skotnir voru augljós á staðnum, sagði Guðbrandur Ólafsson varðstjóri. Vildi hann taka það skýrt fram að öll skotveiði er bönnuð í firðinum innan Selgils á Hvanneyrarströnd og vitans á Selvíkurnefi – og gilti það sama um fjöllin innfjarðar þar sem skíða- og útivistarfólk á allan rétt á öryggi og friði.
Frést hefur af og til af skotglöðum byssumönnum í Skógræktinni í Skarðdal og ber okkur að fordæma slíkt athæfi harðlega. Ef ekki er tekið á þessum málum má spyrja hvenær skotveiðin byrji hér í bænum þar sem hópar af rjúpum hafa haldið til og glatt fólk undanfarna vetur. Er það óskandi að lögregluþjónar okkar gangi ákveðið fram og svipti menn byssuleyfi sem brjóta lög og virða ekki almenn öryggismál og að einhverstaðar megi rjúpan eiga griðland.
Frést hefur af og til af skotglöðum byssumönnum í Skógræktinni í Skarðdal og ber okkur að fordæma slíkt athæfi harðlega. Ef ekki er tekið á þessum málum má spyrja hvenær skotveiðin byrji hér í bænum þar sem hópar af rjúpum hafa haldið til og glatt fólk undanfarna vetur. Er það óskandi að lögregluþjónar okkar gangi ákveðið fram og svipti menn byssuleyfi sem brjóta lög og virða ekki almenn öryggismál og að einhverstaðar megi rjúpan eiga griðland.
Athugasemdir