Sá stærsti í nótt var 5,6 að stærð
„Þetta mun vara í nokkurn tíma. Það hafa verið að koma eftirskjálftar
upp á 3,0 og má búast við við skjálftum upp á 3,0 og 4,0 áfram. En
ómögulegt að segja um einhverja stærri.
„Upptökin eru 19-20 km NA við Siglufjörð og við höfum verið að endurmeta stærsta skjálftann. Hann varð í nótt kl. 01:25 og miðað við gögn sem hafa verið að koma í gegnum skjálftastöðvar úti í heimi í Evrópu og Ameríku þá hefur hann fengið stærðina 5,6. Við mátum hann fyrst 5,2 en hann er eilítið stærri,“ sagði Gunnar.
Fundist í höfuðborginni, á Ísafirði og Seyðisfirði
„Þessir [stóru] skjálftar hafa fundist mjög vel á Norðurlandinu. Sérstaklega á Siglufirði. En þeir hafa líka fundist alla leiðina til Ísafjarðar og fundist aðeins veikt á höfuðborgarsvæðinu í nokkrum háhýsum. Jafnvel austur í Seyðisfjörð, þessir stærstu skjálftar,“ sagði Gunnar
Aðspurður um hvar virknin sé og hvað sé að gerast sagði hann: „Þetta er syðst í Eyjafjarðarál, sem er sigdalur úti fyrir Norðurlandinu og það eru líklega einhver sig í gangi í dalnum, þetta virðist vera eftir því. Þetta er að vísu nokkuð nálægt Húsavíkur/Flateyjar misgenginu, en virðist vera sigatburður í þessari sigdæld.
Segir enga eldvirkni vera í gangi
Eyjafjarðaráll er sigdæld og er syðsti hluti af Kolbeinseyjarhryggnum, tengist við hann norður úr. Þetta virðist vera meira eftir sigdældinni þarna og það er engin eldvirkni í gangi. Þetta eru bara venjulegir jarðskjálftar og engin merki um nein eldgos, óróa eða neitt slíkt.“
MBL.is
Athugasemdir