Sæluhúsið

Sæluhúsið Guðný Róbertsdóttir er framkvæmdarstjóri við byggingu Sæluhúss , sem er gert í stíl Siglfirsku fiskimannahúsanna frá því um aldamótin 1900.

Fréttir

Sæluhúsið

Guðný Róbertsdóttir í Sæluhúsinu
Guðný Róbertsdóttir í Sæluhúsinu
Guðný Róbertsdóttir er framkvæmdarstjóri við byggingu Sæluhúss ,
sem er gert í stíl Siglfirsku fiskimannahúsanna frá því um aldamótin 1900.
Hönnuður hússins og handlangari er Örlygur Kristfinnsson, en húsið er smíðað af  Berg ehf,  inni í gömlu Bæjarskemmunni.
Slotið er 20 m2 og skiptist í skála, með  eldhúsi, borðstofukróki, svefnstofu, og baðherbergi. Einnig er framhús með forstofu. Húsið er viðarklætt að utan, og nær steinhleðsla u.þ.b. 1 metra upp á útiklæðningu  hússins. Grjótið var sótt í Héðinsfjarðargöng.
Að innan er húsið klætt með svokölluðu stafverki, en engir naglar eru notaðir til að festa klæðninguna við grindina og reynt er að halda húsinu sem umhverfisvænstu.
Hægt er að bæta húsum við grunneininguna og  raða húsunum saman eftir því hve mikið rými fólk þarfnast, og getur skálinn breytt um hlutverk allt eftir þörfum kaupenda. Hann getur nýst fyrir fleiri svefnstofur, stofu, gufubað o.s.frv.
Bygging hússins er tilraunaverkefni, en kannað er hvað kostar að byggja hús í þessum stíl, hvernig  fólki líkar við útlit þess og hvort það gæti hugsað sér að búa í slíku húsi. Ef vel tekst til er stefnt á að framleiða fleiri Sæluhús, sem byggð verða inni í húsnæði Bergs ehf og síðan flutt út þegar þau eru tilbúin. Áætlað er að smíðin taki um tvo mánuði. Ef verkefnið heppnast er kominn grundvöllur fyrir raðsmíðaverkefni,  sem stuðlar að  frekari atvinnutækifærum.
Stefnt er að því að setja húsið á reit við Aðalgötu, nánar tiltekið austan við Pósthúsið, í lok maí.
Húsið verður vígt á þjóðhátíðardaginn 17. júní.


Guðný Róbertsdóttir

Bjössi og Sverrir hjá Berg ehf

Gengið

Framhús (mynd til vinstri) og stafverk (mynd til hægri)

Hér er sannarlega vandað til verks!

Guðný og Örlygur

Blaðamaður Sksilgló lætur til gamans fylgja með tengil að smáriti um gamla byggingahætti.

http://www.skagafjordur.is/upload/files/IV-Gamlir%20byggingah%C3%A6ttir(2).pdf



Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst