Samfélagssátt

Samfélagssátt Árið 2015 verður stórt ár hjá Rauðku á Siglufirði. Þá verður Hótel SUNNA opnað en nú er beðið eftir að fylling undir húsið sigi í

Fréttir

Samfélagssátt

Árið 2015 verður stórt ár hjá Rauðku á Siglufirði. Þá verður Hótel SUNNA opnað en nú er beðið eftir að fylling undir húsið sigi í bátahöfninni. Hótelið verður tvær hæðir og mun skarta fjórum stjörnum. Finnur Yngvi Kristinsson hjá Rauðku greindi nemendum í Tröllaskagaáfanga frá því að þörf væri á mörgum nýjum starfsmönnum á árinu 2015.

Finnur segir að veitingareksturinn hafi gengið best af því sem Rauðka hefur tekið sér fyrir hendur. En þar hafi líka verið þau vandamál sem erfiðast hafi verið að leysa. Þetta hafi verið starfsmannamál - að hafa stöðugleika í sérhæfðu starfsfólki á borð við matreiðslufólk sem hafi hæfni til að elda þá rétti sem verði að vera á matseðli góðs veitingahúss.

Finnur lagði áherslu á að uppbygging yrði að gerast í sátt við samfélagið. Frumkvöðlar verði að hafa áætlun en þurfi að vera opnir fyrir því að breyta henni ef framvindan gefi tilefni til þess. Frumkvöðullinn þurfi að hafa í huga að samfélagið verði að sjá eitthvað gott í því sem hann sé að gera.

Fengið á vef www.mtr.is 


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst