Samningur við mennta- og menningarmálaráðuneyti

Samningur við mennta- og menningarmálaráðuneyti Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Örlygur Kristfinnsson safnstjóri Síldarminjasafns

Fréttir

Samningur við mennta- og menningarmálaráðuneyti

Katrín Jakobsdóttir og Örlygur Kristfinnsson
Katrín Jakobsdóttir og Örlygur Kristfinnsson

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Örlygur Kristfinnsson safnstjóri Síldarminjasafns Íslands undirrituðu nýlega samning um ráðstöfun styrktar-/rekstarframlags til Síldarminjasafnsins af fjárlögum fyrir árin 2013 til 2015 að báðum meðtöldum. Um er að ræða samning samkvæmt nýju samningsformi, sem ráðuneytið hefur tekið í notkun og sem tryggir reglulegt samráð og eftirlit með framkvæmd samningsins. Safnið fær 10,4 millj.kr. á yfirstandandi ári samkvæmt samningnum.

Jafnframt undirrituðu ráðherra og Örlygur samning um framlag að upphæð 3,1 m.kr. á grundvelli heimildar í 11. gr. safnalaga nr. 106/2001 vegna stofnkostnaðar við svonefndan „Gamla Slipp“, á Siglufirði, sem fyrirhugað er að nota sem sýningar- og starfshús fyrir safnið. 

www.menntamalaraduneyti.is


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst