Samsöngur á sunnudegi

Samsöngur á sunnudegi Rúna Ingimundar hefur lengi dreymt um það að koma á samsöng á Siglufirði þar sem fólk kemur sama í kósí umhverfi og syngur gömul góð

Fréttir

Samsöngur á sunnudegi

Ætli þeir verði þarna allir félagarnir?
Ætli þeir verði þarna allir félagarnir?
Rúna Ingimundar hefur lengi dreymt um það að koma á samsöng á Siglufirði þar sem fólk kemur sama í kósí umhverfi og syngur gömul góð lög yfir kaffibolla, bjór eða öðru sem mýkir hálsinn. Nú verður það að veruleika og hefur hún skipulagt uppákomuna á Hannes Boy næstkomandi sunnudag klukkan 16:00.


Rúna, sem fengið hefur Stúlla til liðs við sig, segir að í tilefni af þorranum verði þorralögin að sjálfsögðu í aðalhlutverki næstkomandi sunnudag, en þar að auki verði allt fullt af gömlum góðum lögum sem gaman er að syngja. Bætir hún við að textablöð verða á staðnum og Hannes muni opna fyrir okkur barinn ef menn vilja mýkja hálsinn með kaffi, te, gosi eða jafnvel bjór.

Ef vel gengur segir Rúna að þetta geti vel orðið regluleg uppákoma, jafnvel annan hvern sunnudag.

Athugasemdir

16.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst