Samtök ferðaþjónustunnar
sksiglo.is | Almennt | 13.05.2011 | 16:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 93 | Athugasemdir ( )
3 x 300 milljónir í vetrarferðaþjónustu. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana
sem undirritaðir voru 5. maí s.l. er kveðið á um að stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar í ferðaþjónustu sameinist í átaki með það að markmiði að fjölga ferðamönnum yfir vetrartímann. Um er að ræða bæði markaðsstarf og vöruþróun.
Til þessa verkefnis verður varið 300 milljónum króna á ári næstu þrjú árin úr ríkissjóði gegn því að sama fjárhæð komi frá sveitarfélögum og einkaaðilum.
Þessi ákvörðun er gríðarlega mikilvæg en SAF hefur nú þegar, í samstarfi við fjölmarga aðila, hafið starf sem á að undirbyggja markaðssetningu á vetrarferðaþjónustu.
Athugasemdir