Sandra og Steina opna Kjólakistuna í kvöld
sksiglo.is | Almennt | 19.04.2011 | 16:12 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 589 | Athugasemdir ( )
Þær stöllur Sandra og Steina stofnuðu nýlega fyrirtækið Kjólakistan sem er kvenfataverslun á netinu. Sigló.is kíkti við í Kjólakistunni og rakst þar á Söndru sem var að undirbúa kvöldið en þær verða með fatakynningu í Bláa húsi Rauðku við höfnina klukkan 20:00 í kvöld.
Það lá vel á Söndru þegar Sigló.is kíkti við í Kjólakistuna en hún var í óða önn við að undirbúa kvöldið. Fjölbreyttu úrvali flíka hafði ötullega verið komið fyrir á hengjunum en Kjólakistan sérhæfir sig í netsölu á kvenfatnaði og fylgihlutum þeirra. Forvitnilegt verður að líta við hjá þeim stöllum í kvöld og skoða úrvalið.

Það lá vel á Söndru þegar Sigló.is kíkti við í Kjólakistuna en hún var í óða önn við að undirbúa kvöldið. Fjölbreyttu úrvali flíka hafði ötullega verið komið fyrir á hengjunum en Kjólakistan sérhæfir sig í netsölu á kvenfatnaði og fylgihlutum þeirra. Forvitnilegt verður að líta við hjá þeim stöllum í kvöld og skoða úrvalið.

Athugasemdir