Sannir heiðursmenn
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 13.04.2009 | 20:04 | | Lestrar 690 | Athugasemdir ( )
Nú er sá dagur runninn upp að síðasta haftið í Héðinsgjarðargöngum var sprengt í burt. Framkvæmdin við þetta mikla mannvirki hófst á seinni hluta ársins 2006, fyrsta sprenging við göngin var í september það ár og hefur verið unnið við verkið sleitulaust síðan.
Nú er séð fyrir endann á gegnumbrotinu en eftir er fóðrun ganganna að hluta og frágangur á lögnum og vegaframkvæmdum. Verktakar við gangagerðina er tékkneska fyrirtækið Metrostav og íslenska fyrirtækið Háfell, sem annast frágang og vegalagnir.
Nú þegar búið að er sprengja göngin mun verulegur hluti þeirra starfsmanna Metrostav sem unnið hafa við verkið hverfa á braut og til annara starfa á vegum fyrirtækisins. Einhverjir verða hér áfram, tímabundið við frágang, en starfsmenn Háfells munu svo ljúka verkinu.
Mig langar á þessum tímamótum að þakka Metrostavmönnum fyrir veru sína og vinnu hér í Fjallabyggð. Hér hafa að jafnaði starfað á milli 60 og 70 starfsmenn á vegum fyrirtækisins, Tékkar og Slóvakar. Þessir gestir okkar hafa staðið sig með mikilli prýði og unnið á tímum við mjög erfiðað aðstæður, sérstaklega við að hefta vatnsaga í göngunum en verkið hafur tafist nokkuð af þeim sökum.
Þessir menn hafa að sjálfsögðu sett svip á samfélagið hér þann tíma sem þeir hafa dvalið hjá okkur, en ekki hefur farið mikið fyrir þeim né þeir troðið okkur íbúunum um tær. Ekki veit ég um neina árekstra né pústra, né að nokkur lögregluskýrsla hafi verið gerð vegna þessara manna. Viðskipta- og þjónustuaðilar þeir sem hafa átt samskipti við þá bera þeim hina bestu sögu og hafa aldrei mætt öðru en sanngirni og kurteisi af þeirra hálfu.
Ég tók á móti yfirmönnum frá fyrirtækinu þegar þeir komu hingað í fyrsta skipti til að kynna sér aðstæður og hef átt gott samband við þá og aðra starfsmenn allar götur síðan. Mörgum þessara manna hef ég kynnst persónulega og eru þeir í alla staði hinir ljúfustu drengir.
Takk fyrir, starfsmenn Metrostav, ykkar vinnu og dvöl hér í Fjallabyggð. Ég vona að ég mæli fyrir munn allra íbúa Ólafsfjarðar og Siglufjarðar þegar ég segi, hér fara sannir heiðursmenn. Til hamingju.
Ómar Hauksson, Siglufirði.
Nú er séð fyrir endann á gegnumbrotinu en eftir er fóðrun ganganna að hluta og frágangur á lögnum og vegaframkvæmdum. Verktakar við gangagerðina er tékkneska fyrirtækið Metrostav og íslenska fyrirtækið Háfell, sem annast frágang og vegalagnir.
Nú þegar búið að er sprengja göngin mun verulegur hluti þeirra starfsmanna Metrostav sem unnið hafa við verkið hverfa á braut og til annara starfa á vegum fyrirtækisins. Einhverjir verða hér áfram, tímabundið við frágang, en starfsmenn Háfells munu svo ljúka verkinu.
Mig langar á þessum tímamótum að þakka Metrostavmönnum fyrir veru sína og vinnu hér í Fjallabyggð. Hér hafa að jafnaði starfað á milli 60 og 70 starfsmenn á vegum fyrirtækisins, Tékkar og Slóvakar. Þessir gestir okkar hafa staðið sig með mikilli prýði og unnið á tímum við mjög erfiðað aðstæður, sérstaklega við að hefta vatnsaga í göngunum en verkið hafur tafist nokkuð af þeim sökum.
Þessir menn hafa að sjálfsögðu sett svip á samfélagið hér þann tíma sem þeir hafa dvalið hjá okkur, en ekki hefur farið mikið fyrir þeim né þeir troðið okkur íbúunum um tær. Ekki veit ég um neina árekstra né pústra, né að nokkur lögregluskýrsla hafi verið gerð vegna þessara manna. Viðskipta- og þjónustuaðilar þeir sem hafa átt samskipti við þá bera þeim hina bestu sögu og hafa aldrei mætt öðru en sanngirni og kurteisi af þeirra hálfu.
Ég tók á móti yfirmönnum frá fyrirtækinu þegar þeir komu hingað í fyrsta skipti til að kynna sér aðstæður og hef átt gott samband við þá og aðra starfsmenn allar götur síðan. Mörgum þessara manna hef ég kynnst persónulega og eru þeir í alla staði hinir ljúfustu drengir.
Takk fyrir, starfsmenn Metrostav, ykkar vinnu og dvöl hér í Fjallabyggð. Ég vona að ég mæli fyrir munn allra íbúa Ólafsfjarðar og Siglufjarðar þegar ég segi, hér fara sannir heiðursmenn. Til hamingju.
Ómar Hauksson, Siglufirði.
Athugasemdir