Sektarsjóður meistaraflokks KF fór á góðan stað

Sektarsjóður meistaraflokks KF fór á góðan stað Leikmenn meistaraflokks KF voru með sektarsjóð sín á milli í sumar og ákváðu

Fréttir

Sektarsjóður meistaraflokks KF fór á góðan stað

Leikmenn meistaraflokks KF voru með sektarsjóð sín á milli í sumar og ákváðu strax í upphafi að þeir fjármunir sem myndu safnast yrðu gefnir í gott málefni.

Núna þegar tímabilið er að líða undir lok var komið að því að gera upp sjóðinn og ákváðu strákarnir að kaupa og færa Iðju dagvist nýjustu gerð af spjaldtölvu að gerðinni Ipad ásamt tösku.

Eftir leikinn gegn Gróttu á laugardaginn mættu fulltrúar frá Iðjunni þær Hrafnhildur Sverrisdóttir og Kristín Andrea Friðriksdóttir og tóku á móti tölvunni frá sektarnefndinni en hún var skipuð fimm fulltrúum frá meistaraflokki KF, Halldóri Loga Hilmarssyni formanni, Agnari Sveinssyni meðstjórnanda, Milos Glogovac meðstjórnanda og fulltrúa útlendinga, Þórði Birgissyni rukkara og Brynjari Harðarssyni oddamanni.

Leikmenn meistaraflokks KF senda kveðjur til allra í Iðjunni og vonast til þess að þessi gjöf komi þeim að góðum notum.

http://www.kfbolti.is/frettir/sektarsj

Texti og mynd: Heimasíða KF



Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst