Sektarsjóður meistaraflokks KF fór á góðan stað
Leikmenn meistaraflokks KF voru með sektarsjóð
sín á milli í sumar og ákváðu strax í upphafi að þeir fjármunir sem
myndu safnast yrðu gefnir í gott málefni.
Eftir leikinn gegn Gróttu á laugardaginn mættu fulltrúar frá Iðjunni þær Hrafnhildur Sverrisdóttir og Kristín Andrea Friðriksdóttir og tóku á móti tölvunni frá sektarnefndinni en hún var skipuð fimm fulltrúum frá meistaraflokki KF, Halldóri Loga Hilmarssyni formanni, Agnari Sveinssyni meðstjórnanda, Milos Glogovac meðstjórnanda og fulltrúa útlendinga, Þórði Birgissyni rukkara og Brynjari Harðarssyni oddamanni.
Leikmenn meistaraflokks KF senda kveðjur til allra í Iðjunni og vonast til þess að þessi gjöf komi þeim að góðum notum.
http://www.kfbolti.is/frettir/sektarsj
Texti og mynd: Heimasíða KF
Athugasemdir