Selur í sólbađi
Fátítt er að sjá seli liggja í sólargætunni á Siglufirði og má því segja að þeir séu sjaldséðir hvítir hrafnar. Sigló fékk ábendingu um að einn slíkur spóki sig nú í sólinni á klakanum inná firði og hafi legið þar dágóðan tíma.
Hér er athyglisverð staðreynd um seli fengin af vísindavefnum.
Til eru tvær ættir sela, eiginlegir selir (Phocidae) og eyrnaselir (Otariidae). Eyrnaselir greinast í tvær undirættir, loðseli (Arctocephalinae) og
sæljón (Otariinae). Af eiginlegum selum eru þekktar 19 tegundir en 16 tegundir tilheyra eyrnaselum. Alls eru tegundir núlifandi sela því 35.
Athugasemdir