Siglfirskt Listaverk á Ingólfshvoli

Siglfirskt Listaverk á Ingólfshvoli Í Hestafréttum.is kemur það fram mikið standi til á Ingólfshvoli en þar er glæsileg hestamiðstöð og ferðaþjónusta að

Fréttir

Siglfirskt Listaverk á Ingólfshvoli

Í Hestafréttum.is kemur það fram mikið standi til á Ingólfshvoli en þar er glæsileg hestamiðstöð og ferðaþjónusta að rísa.
 
Siglfirðingar eiga auðvitað sinn fulltrúa þar en það er hún Elín Þorsteinsdóttir sem er lærður Innanhùssarkitekt FHI.

Elín hefur komið að margri glæsilegi endurhönnun og breytingum á húsum og ef við nefnum einhver dæmi þá eru Hannes Boy og Bláa húsið sem standa við Rauðkutorg og Gistiheimilið Siglunes dæmi um hönnun sem Elín hefur tekið þátt í og er í alla staði glæsilegt.

Eins og segir á hestafrettir.is hefur stór hluti húsakosts á Ingólfshvoli verið endurinnréttaður upp á nýtt og veitingaaðstaða hefur verið stækkuð. Starfsemin hefur fengið nafnið Fákasel og stefnt er á frumsýningu innan skamms. Fyrirhugað er að halda hestasýningar fyrir ferðamenn á Ingólfshvoli og til stendur að bjóða ferðamönnum upp á að kynnast íslenskri hestamennsku.
 
Eins og myndirnar hjá hestafréttum sýna þá er hönnunin glæsileg og að sjálfsögðu hefur okkar kona þar hönd í bagga.

Það verður gaman að fá að fylgjast með Elínu í framtíðinni, hún er alveg magnaður hönnuður stúlkan.

Hér er svo slóðin á fréttina og myndirnar á hestafrettir.is www.hestafrettir.is/fakasel-ad-taka-a-sig-mynd/

Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst