Siglómót í blaki

Siglómót í blaki Siglómót í blaki var haldið 14-15 febrúar sl. Þar sem 36 lið komu saman

Fréttir

Siglómót í blaki

Glói
Glói
Siglómót í blaki var haldið 14-15 febrúar sl. Þar sem 36 lið komu saman.
 
Það voru 9 heimalið sem skráð voru til leiks og ber þar sérstaklega að nefna lið Glóa sem skipað var krökkum á aldrinum 13-15 ára og sýndu þau frábæra takta greinilega mjög efnilegir blakarar þar á ferð.
 
Það var mikið fjör í Íþróttahúsum Fjallabyggðar og mættu heimamenn á pallana til að fylgjast með hörku keppni.
 
Mótinu var svo slúttað með verðlauna afhendingu í Bátahúsinu þar sem tvö heimalið voru verðlaunuð.
Það voru um 170 manns sem héldu svo á Kaffi Rauðku í mat og skemmtun.
 
Það er óhætt að segja að gestirnir hafi farið ánægðir til síns heima.
 
blakHelga Hermannsdóttir
 
blakAnna Hermína að slá. Sandra Finns og Ásta Rós fylgjast með.
 
blakKiddi Stúlla og Ægir dúlla fylgdust alveg snarspenntir með. Bryndís Þorsteins situr þarna hjá þeim.
 
blakSkriðurnar. Daníela lengst til vinstri, Sólveig Sara í miðið og Helga Eir til hægri.
 
 

Athugasemdir

07.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst