Siglómótið 2013
Siglómótið í blaki er orðið einn af stóru viðburðunum hér í Fjallabyggð.
30 lið mættu til leiks að þessu sinni og rúmlega 200 keppendur voru mættir til leiks snemma á laugardagsmorguninn og spilað var í báðum
Íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar.
Flest liðin voru frá Norðurlandi en vinir okkar frá Fylki og Þrótti létu sig ekki vanta frekar en fyrri daginn. Blakfólk vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við að gera mótið sem allra best og þar ber sérstaklega að nefna starfsfólk Íþróttamiðstöðvanna.
Það hefur skapast sú hefð að hafa verðlaunaafhendinguna í Bátahúsi Síldarminjasafnsins en með því vilja blakarar sýna gestum sínum eitt glæsilegasta safn í heimi.
Mótinu var svo slúttað með glæsikvöldverði á Kaffi Rauðku og hinni mögnuðu tónlistarveislu sem nefnist
80s-show og Tröllaskagahraðlestin flutti við mikinn fögnuð viðstaddra.
Hyrnumenn og súlumeyjar
Athugasemdir