81 ár í dag miðvikudaginn 28. ágúst frá vígslu Siglufjarðarkirkju
sksiglo.is | Almennt | 28.08.2013 | 13:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 239 | Athugasemdir ( )
Í dag eru komin 81 ár frá því að Siglufjarðarkirkja var tekin
í notkun.
Undirbúningur fyrir bygginguna hófst sumarið 1930.
Árni Finsen var arkitekt að kirkjunni og yfirsmiður var Sverrir Tynes.
Gröftur fyrir grunn kirkjunnar hófst í maí 1931 og steypuvinna hófst
í júní sama ár.
Kirkjan var nálægt því að vera fokheld í ágúst 1931 og
steypuvinnu lokið. Kirkjan var svo fullsmíðuð um veturinn.
Kirkjubekkir voru smíðaðir af Ólafi Ágústsyni á Akureyri.
Sparisjóður Siglufjarðar gaf svo orgelið og kirkjuklukkurnar og er stærri
kirkjuklukkan talin vera um 900 kíló.
Kirkjuturninn er um 30 metra hár. Kirkjan sjálf er um 35 metra löng og 12 metrar
á breidd.
Siglufjarðarkirkja tekur 400 manns í sæti.
Vígsludagur Kirkjunnar var 28. Ágúst 1932.
Heimildir : Bókin Siglufjarðarkirkja, Afmælisrit gefið út af
sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju árið 1982.
Athugasemdir