Siglufjörður í Sagnaslóð á RÚV
Á flakki mínu um netheima rambaði ég inn á sarpinn hjá rúv.is . Þar rakst ég inn á vefslóð þar sem Ágúst Hilmarsson er að segja frá því hvernig hlutir,menn og byggingar voru á þeim árum. Og svo segir hann að sjálfsögðu nokkrar annsi skemmtilegar sögur.
Ágúst Hilmarsson er fæddur á Siglufirði 30. október 1950 Sonur Fjólu Magnúsdóttur og Hilmars Ágústssonar.
Þetta er mjög skemmtilegt að hlusta á og fræðandi og ég mæli eindregið með því að þið hlustið á
þetta. Og ekki hætta að hlusta þó að einhver lög byrji, þetta er ekki búið.
Ég hlustaði á þetta og hafði mjög gaman af.
Hérna er slóðin inn á sarpinn hjá rúv. http://www.ruv.is/sarpurinn/sagnaslod/20012012
Athugasemdir