Síldarævintýrið 2012

Síldarævintýrið 2012 Aðalfundur Félags um Síldarævintýri var haldinn í Bátahúsinu miðvikudaginn 22. febrúar kl 20:00. Á fundinn mættu 12 manns. Þórarinn

Fréttir

Síldarævintýrið 2012

Aðalfundur í Bátahúsinu
Aðalfundur í Bátahúsinu
Aðalfundur Félags um Síldarævintýri var haldinn í Bátahúsinu miðvikudaginn 22. febrúar kl 20:00. Á fundinn mættu 12 manns. Þórarinn Hannesson var kosinn fundarstjóri og Anita Elefsen fundarritari.

Guðmundur Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Síldarævintýris 2011 las skýrslu stjórnar síðasta árs. Guðmundur fór yfir ársreikning félagsins.

Tillaga að nýrri stjórn lögð fram. Anita Elefsen, Sandra Finnsdóttir, Hilmar Elefsen, Ægir Bergsson og Guðmundur Skarphéðinsson. Tillagan samþykkt. Varastjórn Valgeir Sigurðsson og Katrín Andersen.

Síðan voru ræddar ýmsar hugmyndir fyrir komandi Síldarævintýri. Þess má geta að Fjallabyggð er búinn að skrifa undir nýjan samning á sömu nótum og 2011 við Stjórnina.

Stjórnin kemur til með að funda vikulega og vinna að undirbúningi hátíðarinnar, sem er mjög viðamikil og ljóst að við marga þarf að semja. Margar hátíðir og viðburðir verða á Siglufirði og í Fjallabyggð allt sumarið.

Texti og mynd: GJS


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst