Síldarminjasafn Íslands

Síldarminjasafn Íslands Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Í þremur ólíkum húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu

Fréttir

Síldarminjasafn Íslands

Bátahúsið
Bátahúsið

Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Í þremur ólíkum húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Í Bátahúsinu liggja skip og bátar við bryggjur þar sem hafnarstemningin frá því um 1950 er endursköpuð.



Róaldsbrakki er gamla norska söltunarstöðin og þar er flest eins og áður, vistarverur síldarstúlknanna, kontórinn og vinnuplássið. Á góðum sumardögum er þar sýnd síldarsöltun, harmonikan þanin og slegið er upp bryggjuballi.







Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum hefur verið kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Þar hefur verið komið upp lítilli síldarverksmiðju frá 1935-40.

Safnið er opið daglega frá 1. júní - 31. ágúst kl 10-18. Vor og haust kl 13-17.  

Á öðrum tímum er opið eftir samkomulagi. Aðgangseyrir er 1.200 kr. ókeypis er fyrir börn og unglinga undir 16 ára í fylgd með foreldrum. Lífeyrisþegar og ungmenni undir 20 ára greiða 600 kr.

Skólahópar: grunnskólar 200 kr. á hvern í hópi, framhaldsskólar 300 kr. á hvern í hópi.

Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverðlaunin árið 2000 er þau voru veitt í fyrsta sinn og Evrópuverðlaun safna árið 2004, Micheletti verðlaunin, þegar safnið var valið besta nýja iðnaðarsafn Evrópu það árið.

Tíu þúsundasti gesturinn í ár kom 23. júlí í Síldarminjasafnið. Það er engin vafi að Héðinsfjarðargöng eiga stóran þátt í því.

Texti: Heimasíða safnsins.

Myndir: GJS.



Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst