Sirrý Arnars bauð mér upp á konfekt.
Sirrý Arnars var á vappi hérna um daginn (ég hélt alltaf að þessi Sirrý héti Sirrý Geirs) og elti hana uppi til að fá hana til að segja mér hvað hún væri virkilega að spá.
Hún var hérna að kynna bókina sína, uuuuu ég man ekki hvað hún heitir en er mjög líklega alveg meiriháttar góð eins og flest allt sem kemur frá Sirrý (segir Ólöf og bókin heitir Örugg tjáning og ég mun mjög líklega láta Ólöfu lesa hana einhvern tíman fyrir mig). Sirrý sagði mér frá því að hún væri með fyrirlestur á námskeiði fyrir trúnaðarmenn Einingar-Iðju í Kaffi Rauðku og svo að kynna bókina sína í SR-Aðalbúðinni í hádeginu (það var á föstudeginum 15. mars) og það væri líka Nóa Síríus konfekt í boði. Nú fyrst það var konfekt í boði auk þess sem mér finnst Sirrý alveg rosalega sæt þá ákvað ég að skella mér í SR-Aðalbúðina.
Seinna um daginn tók ég upp smá videóviðtal við hana sem var mjög góð og virkilega skemmtileg reynsla. Hún var akkúrat
rétti aðilinn til þess að byrja á að taka viðtal við. Jú einmitt vegna þess að hún kann tjáningu og er að kenna örugga
tjáningu. Hún leiddi mig eiginlega með hressleika sínum, "Öruggri tjáningu" og kunnáttu í gegn um viðtalið. Vonandi get ég lofað
ykkur að sjá viðtalið við hana og byðst ég fyrirfram afsökunar á mínum byrjendamistökum, stressi og klaufagang í viðtalinu,
þetta er eiginilega kennslumyndband í því hvernig á alls ekki að taka viðtal. En videóið set ég líklega ekki inn nema að
þess grein nái yfir 1000 flettingum á siglo.is þannig að þið verðið að lesa þetta mörgum sinnum.
Þess má geta að bækurnar seldust upp á augabragði og konfektið kláraðist (reyndar á undan bókunum).
Svo ætla ég að láta nokkrar myndir fylgja með.
Sirrý, Lauga og Biddý.
Takið eftir konfektskálinni.
Biddý var örugglega að kaupa bókina fyrir Jóa.
Þessar voru svo spenntar að þær keyptu restina af bókunum.
Þessi á 2 svona bækur og 3 af nýjustu útgáfunni.
Svo í miðjum bókaumræðum fara þessar stúlkur að tala um kjóla og föt og hvað er gott í þessu og flottur blár
litur,
æðislegur kjóll, hvar fékkstu hann, jiiii hvað hann er smart og allt það sem því fylgir . Ég er karlmaður og
ég bara má ekki við því að flakka úr einu umræðuefni í annað og svo aftur yfir í eitthvað allt annað þannig að
ég fékk
mér konfekt.
Sirrý sæta.
Texti og myndir: Hrólfur Baldursson.
Athugasemdir