Sjálfboðaliðar í Skógrækt
sksiglo.is | Almennt | 03.09.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 558 | Athugasemdir ( )
Í kíkti við í skógræktinni í gær, mánudaginn 2. sept.
Ég var búin að heyra að sjálfboðaliðar væru að snyrta plöntur og tré og laga til gangstíga eins og þeim væri borgað fyrir það.
Þegar ég kom tók Valdi á móti mér og vísaði mér
á Gabriel. Gabriel er frá Frakklandi og hefur stundað nám og búið á Íslandi í 5 ár og unnið fyrir
Skógræktarfélag Íslands samhliða. Gabriel rölti með mig og kynnti mig fyrir fólkinu sem er að vinna í skógræktinni í
sjálfboðavinnu.
Vegna þess að ég er með athyglisbrezt á háu stigi man ég
nákvæmlega ekkert hvað þetta góða fólk heitir en þau koma frá Sviss, Japan, Frakklandi og Rússlandi og unnu vinnu sína af stakri
natni og glæsileika.
Það er flott að fá svona sjálfboðaliða í bæinn og
skógræktin á Sigló verður vafalaust miklu fallegra þegar þau eru búin.






Athugasemdir