2000 pönnukökur eða um það bil

2000 pönnukökur eða um það bil Ég kom við í Sjálfsbjargarhúsinu á fyrsta Sólardegi Siglfirðinga á þessu ári. Eins og má sjá í annarri umfjöllun hjá okkur

Fréttir

2000 pönnukökur eða um það bil

Ég kom við í Sjálfsbjargarhúsinu á fyrsta Sólardegi Siglfirðinga á þessu ári.

 
Eins og má sjá í annarri umfjöllun hjá okkur á Siglo.is var nóg að gera hjá þessum hressu stúlkum sem voru í Sjálfsbjargarhúsinu en þær hafa hrist fram úr erminni eitthvað nálægt 2000 pönnukökum.
 
Að sjálfsögðu fékk ég að smakka þessar ljúffengu rjómapönnsur og ég varð heldur betur alls ekki fyrir vonbrigðum eftir þá fyrstu þannig að ég fékk mér bara aðra og eina til, eiginlega til þess að toppa þetta. Já svo fékk ég mér að sjálfsögðu eina upprúllaða í forrétt.
 
Ég náði að smella myndum að stúlkunum þegar þær voru að slaka aðeins á eftir pönnukökutörnina.
 
pönnsurÞessi er kölluð Amma-rúllar
 
pönnsurHér eru þær svo skvísurnar. Þær áttu nú alveg skilið að setjast aðeins niður og slaka á eftir allan pönnukökubaksturinn.
 

Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst