Sjómaðurinn Kristinn Konráðsson heiðraður
Var nokkur mannfjöldi samankominn við hátíðlega athöfn á sjómannadaginn við minnisvarðan um týnda og drukknaða sjómenn hér á Siglufirði.
Steinunn María Sveinsdóttir formaður bæjarráðs hélt kjarnyrta ræðu eins og hún á kyn til í tilefni sjómannadagsins og kirkjukór Siglufjarðarkirkju söng.
Síðan var sjómaðurinn Kristinn Konráðsson eða Kiddi Konn eins og hann er nefndur í daglegu tali heiðraður fyrir áratuga langa sjómennsku sína og er hann vel að þeim heiðri kominn eins og bæjarstjórinn Gunnar Birgisson kom að í ræðu sinni.

Bæjarstjórinn Gunnar Birgisson heiðrar Kristinn Konráðsson
Að lokum lögðu bræðurnir Magnús Tómasson og Örvar Tómasson blómsveig að minnisvarðanum og hélt síðan mannskapurinn í Allann þar sem Slysavarnadeildin Vörn var með glæsilegar kræsingar til sölu til styrktar félaginu.

Steinunn María Sveinsdóttir hélt hátíðarræðuna

Hátíðleg stund

Kór Siglufjarkirkju söng

Blómsveigur lagður á minnisvarðan um týnda og drukknaða sjómenn


Kaffiborðið á Allanum svignaði undan kræsingunum sem Slysavarnadeildin Vörn bauð uppá
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín
Sigurjónsdóttir




Athugasemdir