Skemmtiferðaskip á laugardaginn
sksiglo.is | Almennt | 24.08.2012 | 09:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 774 | Athugasemdir ( )
Skemmtiferðaskipið Caledonian Sky er væntanlegt til Siglufjarðar á ný laugardaginn 25. ágúst nk. Skipið leggst að bryggju um miðan dag og staldrar við til miðnættis.
Farþegum verður boðið í sögugöngu um bæinn, og í heimsókn á Síldarminjasafnið þar boðið verður upp á síldarsöltun, síldarsmakk og Brennivínstár. Um klukkan 17:30 síðdegis verður formlegri dagskrá farþega lokið og hafa þeir frjálsan tíma fram á kvöld. Þá má ætla að þeir gangi um bæinn í leit að minjagripum, vinnustofum, kaffihúsum og öðru áhugaverðu.Eru því verslunareigendur, listamenn og kaffihúsaeigendur hvattir til að hafa verslanir sínar og vinnustofur opnar fram á kvöld laugardaginn 25. ágúst nk. Gott er að setja skilti við útidyr, friðarkerti, eða ljós í glugga, svo það verði sýnilegt að það sé opið.
Texti: Aðsendur
Mynd: GJS
Athugasemdir