Skíðadagur í Skarðinu
sksiglo.is | Almennt | 13.03.2013 | 15:19 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 422 | Athugasemdir ( )
Mikið fjör var í Skarðinu í dag þegar fyrstu fjórir bekkir Grunnskóla Fjallabyggðar úr Siglufirði komu og léku sér á skíðum.
Að sögn Egils voru allt að 50 krakkar í fjallinu ásamt 10 kennurum og foreldrum en þar virtust allir skemmta sér konunglega bæði ungir sem aldnir. Krakkarnir sem mættu klukkan 10 í morgun skíðuðu eins og meistarar í hátt í tvær klukkustundir og eiga örugglega eftir að sofa ljúft í nótt eftir átök dagsins. Ætli foreldrarnir verði ekki þakklátir fyrir það.
Athugasemdir