Skíðaferð í Skarðsdal

Skíðaferð í Skarðsdal Síðastliðinn sunnudag skelltum við okkur fjölskyldan á skíði í Skarðinu. Það þarf varla að taka það fram, og það vita það líklega

Fréttir

Skíðaferð í Skarðsdal

Síðastliðinn sunnudag skelltum við okkur fjölskyldan á skíði í Skarðinu. 

 
Það þarf varla að taka það fram, og það vita það líklega flest allir sem áhuga hafa á skíðum að þetta er eitt glæsilegasta skíðasvæði landsins.
 
Egill Skarðsprins og hans menn sjá um að hafa allt nákvæmlega eins og það á að vera.
 
Ein í fjölskyldunni er fjögurra ára gömul og er að stíga sín fyrstu skíða-skref ef svo mætti segja. Við fórum með hana alla leið upp í T-lyftunni sem er lyfta númer 2 á skíðasvæðinu og er að mínu mati mjög góð byrjendabrekka þannig að ég mæli með því að fara upp í miðja T-lyftu ef þú ert að kenna barni (eða fullorðnum) á skíði.
 
Þar sem dóttir mín og ég höfum svipaðan þolinmæðisstuðul þá lét ég unnustuna sjá um kennsluna. Ég tók hins vegar myndir og myndband svo ég gæti sýnt henni Ólöfu minni, svona heima í tölvunni hvað hún væri að gera vitlaust í sambandi við kennslu á skíðum. 
 
Veitingarnar hjá foreldrafélagi Skíðafélagsins voru ekki af verri endanum og Maggi í SR sá um að raða fram ástarpungum,kleinum, muffins, samlokum og ég veit ekki hvað.
 
Færið var æðislegt, vel troðið og ekta skíðaveður, kalt og næstum því logn. 
 
Skíðasvæðið í Skarðsdal er bara svo meiriháttar skíðasvæði.
 
skíði
 
skíði
 
skíði
 
skíðiHorft niður eftir T-lyftunni. 
 
skíðiÓlöf Kristín ( sú gamla) og Emma Hrólfdís ( 4 ára ). Bungu lyfta fyrir aftan þær.
 
skíðiHorft upp í Skarð.
 
skíðiÍ miðri T-lyftu.
 
skíðiVið neðstu lyftuna.
 
skíðiSjöfn Ylfa og Ásgeir Úlfur.
 
skíði
 
skíðiEfst upp í T-lyftu.
 
skíði
 
skíði

Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst